Tónlistarmaðurinn Jóhannes Bjarki Sigurðsson hefur gefið út lagið Alone. Lagið kom út á streymisveitur þann 6. september síðastliðinn á afmælisdegi Jóhannesar. Hlustaðu á lagið neðst í greininni.
Jóhannes Bjarki er búsettur á Akureyri en kemur upprunalega frá Hjalteyri í Eyjafirði. Hann segir lagið fjalla um dæmigert samband sem þarfnast þess að blásið sé á glæðurnar til að lífga við eldinn.
„Svo var einfaldlega fyllt upp í textaeyður með orðum sem pössuðu laginu. Upprunalega var ég mjög hrifinn af versunum og brúnni en fannst eitthvað vanta í viðlögin. En um leið og ég fór að leika mér með raddanir þá lifnaði þetta lag algerlega við,“ segir Jóhannes.
„Ég ræddi í framhaldinu við Hallgrím Jónas Ómarsson varðandi upptökur, mix og masteringu auk þess að spila á gítara og búa til slagverk og hljóðheim fyrir þetta lag. Halli, eins og hann er kallaður, heyrði strax eitthvað 80’s vibe í þessu lagi og eftir stutta stund var hugmyndin komin að hafa þetta syntha 80s lag með reverb trommum og öllum þeim herlegheitum.“
Kristófer Logi, sonur Jóhannesar, til við að fá hugmyndir varðandi 80’s sound. „Hann er sérfræðingur í gömlum lögum vegna áhrifa tik tok á unga fólkið okkar. Svo var bassalínum bætt við ásamt gítarlínum. Halli spilar allt inn á þetta lag í rauninni og ég sjálfur sá um að semja lag og texta auk þess að syngja og radda. Útkoman er að mínu mati virkilega flott og undirspil og útfærsla lags í takt við það sem við höfðum séð fyrir okkur.“
„Artwork fyrir lagið sá Oddur Arg um en hann er mjög hæfileikaríkur ungur listamaður búsettur á Akureyri. Ég sendi honum lagið og bað hann um að hlusta á það og túlka það sem hann heyrði. Það kom virkilega vel út,“ segir Jóhannes
Lagið Alone á Spotify:
Mynd með frétt: Franz Halldór Eydal


COMMENTS