„Akureyri er heillandi bær og það er búið að vera mjög næs hérna“

„Akureyri er heillandi bær og það er búið að vera mjög næs hérna“

Daníel Fannar Einarsson frá Borgarfirði hóf nám við Háskólann á Akureyri á síðasta ári. Daníel var í fjarnámi fyrsta árið sitt við skólann en í haust ákvað hann að flytja til Akureyrar og reyna fyrir sér í staðarnámi. Daníel er HA-ingur vikunnar á Kaffið.is.


Í hvaða námi ert þú?

Viðskiptafræði með áherslu á fjármál og stjórnun

Af hverju ákvaðst þú að flytja til Akureyrar fyrir námið í HA?

Tengslanet skiptir miklu máli í lífinu og er það svona helsta ástæðan, maður kynnist ekki eins mörgum ef maður er í fjarnámi. Akureyri er líka mjög heillandi bær og það er búið að vera mjög næs hérna síðasta mánuðinn. Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og breyta til, ég mæli með fyrir alla HA-inga að prófa að flytja allavegana eitt misseri!

Skemmtilegasta minning þín í HA?

Úff, það er erfitt val, ég myndi segja fyrsta Sprellmótið, það var mjög gaman!

Uppáhaldsnámskeið sem þú hefur tekið í HA?

Af því sem ég er búinn með myndi ég segja námskeiðin hjá Fjólu (fjárhagsbókhald og ársreikningur) en viðskiptalögfræði er að koma sterk inn á þessu misseri.

Hvað er það besta við að vera HA-ingur?

Það er alltaf félagslífið!

COMMENTS