Elín Arnardóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði

Elín Arnardóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði

Föstudaginn 14. nóvember mun Elín Arnardóttir verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.

Doktorsritgerðin ber heitið: Tíðni forstigseinkenna sykursýki af tegund 2 og notkun fyrirbyggjandi nálgana í heilsugæslu.

Vörnin fer fram á ensku í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 13:00 og er öllum opin.

Ritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Árúnar K. Sigurðardóttur, prófessors við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd dr. Marit Graue prófessor við HVL rannsóknarháskólann í Bergen í Noregi, dr. Timothy Skinner prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og miðstöðina fyrir atferlisrannsóknir á sykursýki í Melbourne í Ástralíu og dr. Beate-Cristin Hope Kolltveit dósent við HVL rannsóknarháskólann í Bergen í Noregi.

Andmælendur verða dr. Ragnar Grímur Bjarnason prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir á Landspítalanum og dr. Åsa Hörnsten hjúkrunarfræðingur og prófessor við hjúkrunarfræðideild Umeå háskóla í Svíþjóð.

Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og Dr. Brynjar Karlsson forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs, munu stýra athöfninni.

Áhugsaöm geta nálgast frekari upplýsingar um doktorsefnið, doktorsritgerðina og hlekk á streymi hér

COMMENTS