Tónlistarkonan Rakel Sigurðardóttir, RAKEL, hlaut í ár svokölluð Plus-verðlaun Iceland Airwaves. Verðlaunin eru veitt árlega því listafólki sem þykir líklegt til að gera það gott á erlendri grundu.
Rakel fær að launum 500 þúsund krónur og pláss á tveimur tónlistarhátíðum erlendis. Annars vegar New Colossus í New York og FOCUS Wales Music Festival í Wrexham sem eru samstarfstónlistarhátíðir Iceland Airwaves.
Rakel gaf út plötuna a place to be í október og segist spennt fyrir því að spila hana fyrir fólk hérlendis og erlendis. Hún segist þakklát og meyr yfir verðlaununum.
Sjá einnig: RAKEL gefur út plötuna a place to be
Akureyringum gefst tækifæri á að sjá Rakeli á tónleikum á morgun þegar hún spilar ásamt tónlistarkonunum Salóme Katrínu og hinni færeysku Leu Kampmann ásamt fríðu föruneyti, í Hlöðunni, Litla-Garði, Akureyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og húsið opnar klukkan 19:30. Miðasala fer fram við hurð eða hér: https://stubb.is/events/n26gGn


COMMENTS