Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað við hálku á vegum víða um umdæmið á Facebook-síðu sinni núna á föstudagsmorgni.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að aðstæður séu sérstaklega slæmar norðan Húsavíkur, á Tjörnesi austur um Kelduhverfi og Öxarfjörð.
„Ökumenn á þessum slóðum hafa hringt inn viðvörunarorð til lögreglu og segjast bara fara fetið, eins og það er orðað. Vegir eru frosnir og rigningraúði hefur verið á þessum slóðum og því ástandið eins og það er. Vegagerðin vinnur að hálkuvörnum,“ segir í tilkynningu lögreglu.


COMMENTS