Sundfélagið Óðinn átti 13 keppendur á Reykjavík International Games 2026 í 50m laug sem fór fram síðustu helgi í Laugardalslaug þar sem keppendur frá 22 félögum í 9 löndum mættu til leiks. Árangurinn var mjög góður með fjölmörgum bætingum hjá sundfólki Óðins.
Sundfélagið Óðinn kom heim með 6 gullverðlaun og 4 silfurverðlaun í flokki fatlaðra og í flokki 15 ára og yngri. Einnig sló Jón Ingi Einarsson nýtt Akureyrarmet í aldursflokknum 15 til 17 ára sem hafði staðið frá árinu 2007.
Björn Elvar Austfjörð átti gott mót í bringusundi og hafnaði í 2. sæti í bæði 100 metra bringusundi á tímanum 1:19,51 og 200 metra bringusundi á tímanum 2:51,92 í aldursflokknum 15 ára og yngri.
Björn Elvar synti einnig til úrslita í opnum flokki í 50m bringusundi og 100m bringusundi.
Jón Ingi Einarsson átti frábæra helgi á RIG 2026 og hlaut 5 gullverðlaun og 2 silfurverðlaun í aldursflokknum 15 ára og yngri.
Hann sigraði í:
50m baksundi á tímanum 30,14 sem jafnframt er nýtt Akureyrarmet í aldursflokknum 15–17 ára í 50m laug.
400m fjórsundi á tímanum 5:06,60
100m skriðsundi á tímanum 58,56
200m baksundi á tímanum 2:28,43
100m baksundi á tímanum 1:08,28
Auk þess hafnaði hann í 2. sæti í:
• 50m skriðsundi á tímanum 26,77
• 200m skriðsundi á tímanum 2:13,02
Jón Ingi synti einnig til úrslita í opnum flokki í 50m baksundi, 100m skriðsundi, 200m baksundi, 50m skriðsundi og 100m baksundi.
Jón Margeir Sverrison tók svo gullið í 50m skriðsundi í flokki fatlaðra á tímanum 27,48.
Sundmenn í úrslitum í opnum flokki:
Alexander Reid McCormick – 200m skriðsund
Benedikt Már Þorvaldsson – 50m bringusund, 100m bringusund og 200m bringusund
Björn Elvar Austfjörð – 50m bringusund og 100m bringusund
Friðrika Sif Ágústsdóttir – 200m flugsund
Ísabella Jóhannsdóttir – 50m bringusund og 200m bringusund
Ívan Elí Ólafsson – 50m baksund og 100m baksund
Jón Ingi Einarsson – 50m baksund, 100m baksund, 200m baksund, 50m skriðsund og 100m skriðsund
Katrín Birta Birkisdóttir – 50m bringusund
Næsta verkefni hjá keppnishópnum er Gullmót KR sem fer fram um miðjan febrúar.

Jón Ingi tekur við gullverðlaunum


COMMENTS