Þeir Árni Jóhann Arnarsson og Hreiðar Garðarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Gonzo.Creation á Akureyri hafa birt nýtt myndband með samansafni af mótorhjólaefni frá Akureyri á tímabilinu 1993 til 2009. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Árni segir að efnið sé að mestu tekið upp á gamallri myndbandsupptökuvél og að hann hafi komist í spólur hjá pabba sínum, Arnari Kristjánssyni. Hann hafi viljað gera efnið aðgengilegt og klippt saman myndband.
„Þetta er mest myndefni af pabba og félögum hans. Þeir eru allir innan við tvítugt þarna og þeir eru allir enn að á mótorhjólunum í dag,“ segir Árni.
Myndbandsefnið er meðal annars tekið upp á Akureyri, Eyjafirði og hjá Krossanesi:


COMMENTS