Jón Þór Kristjánsson ráðinn verkefnastjóri upplýsingamiðlunar á Akureyrarstofu

Jón Þór Kristjánsson ráðinn verkefnastjóri upplýsingamiðlunar á Akureyrarstofu

Jón Þór Kristjánsson frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV hefur verið ráðinn verkefnastjóri upplýsingamiðlunar á Akureyrarstofu. Þetta kemur fram á facebook síðu Akureyrarbæjar.

Þar segir að meginhlutverk verkefnastjórans í teymi Akureyrarstofu er annars vegar að efla og auka upplýsingagjöf til íbúa bæjarins um þá þjónustu sem bærinn veitir og þá fjölbreyttu kosti sem þeim standa til boða til að vaxa og dafna og hins vegar að taka þátt í sókn Akureyrar á íbúamarkaði á landsvísu.

Jón Þór hefur verið á RÚV í rúmlega tvö ár en áður starfaði hann á sjónvarpsstöðinni N4 og Viðskiptablaðinu. Jón Þór er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í stjórnsýslufræðum frá háskólanum í Edinborg.

Umsækjendur um starfið voru 34 en það er nýtt og er ráðningin til tveggja ára.

UMMÆLI

Sambíó