Strætisvagnar hætta að ganga

Strætisvagnar hætta að ganga

Strætisvagnar Akureyrar hafa gengið í dag þrátt fyrir átakaveður sem gengur yfir í bænum. Klukkan 13:40 var þó ljóst að þjónustan gæti ekki haldið áfram.

Sjá einnig: Akureyringar beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu

Frá því klukkan 13:40 miðaðist þjónustan við að koma fólki heim til sín og að því loknu verður lokað þar til veðrið gengur yfir. Þetta kemur fram á Facebook síðu Strætisvagna Akureyrar.

Staðan verður tekin á ný á hádegi á morgun.

COMMENTS