Akureyringar beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu

Akureyringar beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu

Vegna aftakaveðursins sem spáð er næsta sólarhringinn eru Akureyringar hvattir til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Skólahald hefur verið lagt niður í bænum en nú þegar er farið að hvessa og má búast við norðanstórhríð seinnipartinn og fram eftir degi á morgun.

Sjá einnig: Skólahald fellt niður á Akureyri

Skyggni í bænum er ekki gott og má búast við því að færð spillist innanbæjar samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Þar segir að leitast verði við að moka helstu leiðir bæjarins eins og kostur er. Ef veðrið versnar mikið þá gæti þurft að leggja aðaláherslu á að ryðja fyrir sjúkrabíla og neyðarakstur.

Mynd: Þóra Karlsdóttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó