Staðfest að Birna var í bíln­um

Birna Brjáns­dótt­ir

Rannsókn á lífsýni úr rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla lagði hald á í Kópavogi í liðinni viku í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sýnir að lífsýnið er hennar. Það er því staðfest að Birna var í bif­reiðinni sem ekið var frá miðbænum og til Hafnafjarðar fyrir rétt rúmri viku.

Tilkynningin er eftirfarandi:

Svo sem kunnugt er lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á rauða Kia Rio bifreið vegna rannsóknar málsins.  Lífsýni úr bifreiðinni voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur og telur lögregla því að fyrir liggi staðfesting á því að hún hafi verið í bifreiðinni.

Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að málinu.

Sambíó

UMMÆLI