Útlit fyrir áframhaldandi samstarf í handboltanum

Þrír vinnuhópar að störfum við að tryggja áframhaldandi samstarf Þórs og KA.

Það hefur verið mikið að gera á skrifstofu Íþróttabandalags Akureyrar undanfarna daga í kjölfar yfirlýsingar KA um að slíta samstarfi við Þór um rekstur á kvennaliðum félaganna.

Á dögunum var stofnaður vinnuhópur að tilstuðlan ÍBA til að vinna að áframhaldandi samstarfi Þórs og KA í kvennafótboltanum. Sjá meira hér.

Í morgun hittust svo fulltrúar ÍBA, Þórs, KA og kvennaliðs KA/Þórs í handbolta til að ræða þessi mál og komust að niðurstöðu um að félögin vilja halda samstarfinu áfram. Líkt og í fótboltanum hefur verið stofnaður vinnuhópur sem er ætlað að bæta samstarf félaganna við rekstur KA/Þórs í öllum flokkum.

Sömuleiðis var fundað um framtíð Akureyrar Handboltafélags og farið yfir stöðuna í samstarfi félaganna er varðar karlahandboltann. Fulltrúar AHF komu þá til fundar með fulltrúum ÍBA og félaganna og var niðurstaða þess fundar að stofna vinnuhóp um bætt samskipti Þórs, KA og AHF og móta skýra framtíðarsýn fyrir karlahandboltann á Akureyri.

UMMÆLI

Sambíó