Prenthaus

Að mestu komin út úr þeim áhrifum sem Covid hafði á starfsemina

Að mestu komin út úr þeim áhrifum sem Covid hafði á starfsemina

Starfsemistölur fyrstu fimm mánuði ársins á Sjúkrahúsinu á Akureyri sýna að sjúkrahúsið er að mestu komið út úr þeim áhrifum sem COVID-19 faraldurinn hafði á hefðbundna starfsemi þar. Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar, forstjóra sjúkrahússins á vef sjúkrahússins.

„Miðað við sama tímabil á síðasta ári fjölgaði komum á dag- og göngudeildir um ríflega 23%. Komur á bráðamóttöku eru um 18% fleiri og sjúkraflugum hefur fjölgað um 8%. Skurðaðgerðir voru 400 fleiri eða um 33%. Fæðingum hefur fjölgað um 39 milli ára og voru 185 fyrstu fimm mánuði ársins. Þá fjölgaði legudögum um 18% og rannsóknum á bilinu 10-35%,“ skrifar Bjarni á sak.is

Sambíó

UMMÆLI