Færeyjar 2024

Aðstæður starfsfólks hátæknivinnsluhúss til fyrirmyndarMynd: samherji.is

Aðstæður starfsfólks hátæknivinnsluhúss til fyrirmyndar

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynntu sér starfsemi hátæknivinnsluhúss Samherja á Dalvík síðastliðinn föstudag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, sem jafnframt er formaður Einingar-Iðju, segir aðstæður starfsfólks í húsinu til mikillar fyrirmyndar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Einingar-Iðju.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók á móti Birni Snæbjörnssyni og Flosa Eiríkssyni framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja og Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri á Dalvík leiddu síðan skoðunarferðina um húsið. 

„Stjórn Einingar-Iðju hafði skoðað húsið áður en vinnsla hófst í fyrra en heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir heimsókn eins og í dag sem er sannarlega ánægjuleg og langþráð. Öll tæknin hérna inni er mikil og magnað að sjá hversu íslenskt hugvit er áberandi. Maður tekur til dæmis strax eftir hljóðdempun í vinnslusölum, sem er gríðarlega stórt heilsufarsmál. Sömu sögu er að segja um lýsinguna, sem er mjög góð,“ segir Björn Snæbjörnsson. 

Björn segir greinilegt að hugsað hafi verið um vinnuaðstæður starfsfólks við hönnun hússins. „Hérna eru allar aðstæður til mikillar fyrirmyndar. Covid-19 gerði það að verkum að starfsfólkið hefur þurft að starfa við mjög svo krefjandi aðstæður og sem betur fer hefur tekist að halda vinnslunni gangandi. Það var gott að tækifæri gafst í dag til að spjalla við starfsfólkið og kynna sér alla tæknina og aðbúnaðinn í húsinu,“ segir Björn Snæbjörnsson.

UMMÆLI