Æfingar hafnar á Sjeikspír – Strax uppselt á frumsýningu

Mynd frá fyrsta samlestri Sjeikspír eins og hann leggur sig. Mynd: mak.is.

Sjeikspír eins og hann leggur sig er gamanleikur sem Leikfélag Akureyrar er að setja upp og verður frumsýndur 2. mars næstkomandi. Verkið er hraður gamanleikur og bráðfyndinn útúrsnúningur á öllum 37 verkum Shakespeare á aðeins 97 mínútum.

Vandræðaskáldin Vilhjálmur Bergmann Bragason og Sesselía Ólafsdóttir setja sterkan svip á uppsetninguna en þau eru búin að semja alveg nýja tónlist fyrir verkið. Vilhjálmur þýddi verkið og aðlagaði það í íslenskan nútímabúning. Sesselía fer svo með eitt hlutverkanna ásamt Jóhanni Axel Ingólfssyni og Benedikt Karl Gröndal, en aðeins þrír leikarar eru í sýningunni. Leikararnir bregða sér í fjölmörg hlutverk enda margir karakterar í þessum 37 verkum Shakespeare og því reynir verulega á fjölbreytni leikaranna.

Það var líf og fjör á fyrsta samlestri og ljóst að gestir Samkomuhússins eiga von á góðri skemmtun. Nú þegar er orðið uppselt á frumsýninguna þann 2. mars, en hér má tryggja sér miða á aðrar sýningar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó