Ak Extreme haldin í apríl


Dagana 5.-8.apríl verður Ak Extreme haldin í Hlíðarfjalli og miðbæ Akureyrar. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri og er nú orðin ein af vinsælustu tónlistar- og snjóbrettahátíðum bæjarins.

Atburðir verða víðsvegar um bæinn en opnunarpartý AK Extreme verður haldið á Græna hattinum 5. apríl. Í Gilinu fer fram hápunktur hátíðarinn, gámastökkið þar sem saman koma færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum, keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í opinni dagskrá. Í Sjallanum verður tónleikadagskrá föstudaginn og laugardaginn þar sem fram koma einir vinsælustu tónlistarmenn landsins, þar má nefna Aron Can, Emmsjé Gauti, JóiPé X Króli, Birnir, Úlfur Úlfur, Flóni, GDRN, KÁ-AKÁ, Young Karin, DJ SURA, Yung Nigo Drippin og fleirri….

Hægt er að kaupa helgarpassar á hátíðina og einnig hægt að kaupa miða á opnunarpartýið á Græna Hattinum.
Miðasalan er hafin á tix.is

Sambíó

UMMÆLI