Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Akureyrarbær frestar fyrirhugaðri sölu á SigurhæðumMynd: Kaffid.is

Akureyrarbær frestar fyrirhugaðri sölu á Sigurhæðum

Akureyrarbær tilkynnti á dögunum að selja ætti skáldahúsið Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumsonar, sem m.a. samdi þjóðsöng okkar íslendinga. Bærinn hefur rekið húsið sem var byggt 1903 og er því friðað. Akureyrarstofa í samstarfi við Minjasafnið tóku ákvörðun á sínum tíma að einbeita sér frekar að því skapa líf í Nonnahúsi og Davíðshúsi, sem bærinn rekur einnig.

Fjölmargar ábendingar um hvað er hægt að gera við Sigurhæðir

Nú hefur bærinn slegið sölunni á frest eftir að þeim bárust fjölmargar ábendingar og hugmyndir um hvernig væri hægt að glæða húsið lífi. Rúv greinir frá þessu í dag.
Valgerður Bjarnadóttir stofnaði Facebookhóp eftir að fréttir bárust af sölunni þar sem fjölmargar hugmyndir komu fram um notkun hússins. Flestum leist illa á að bærinn myndi selja húsið enda byði það upp á marga möguleika, t.d. væri hægt að gera þar tónleikahús eða aðstöðu fyrir ungt listafólk.

„Viðbrögðin komu mér dálítið á óvart, ekki bara á Facebook heldur voru svo margir bara sem höfuð samband við mig. Bara hringdu, sendu skilaboð, svona allskonar fólk, víða að úr samfélaginu sem að fannst þetta hið versta mál. Það er ótal hugmyndir. Ég er alveg sannfærð um það að þetta hús er hægt að fylla af lífi,“ segir Valgerður í samtali við Rúv.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó