Akureyrarbær fyrsta sveitarfélagið til að innleiða safnastefnuMynd: Akureyrarbær

Akureyrarbær fyrsta sveitarfélagið til að innleiða safnastefnu

Ný stefna í safnamálum fyrir Akureyrarbæ var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 1. febrúar síðastliðinn. Þetta er í fyrsta skipti sem slíka stefna er mörkuð á þessu sviði af hálfu sveitarfélags. Stefnan og aðgerðaráætlunin sem fylgir í kjölfarið gildir til ársins 2026 „og er leiðarljós fyrir bæjaryfirvöld um forgangsröðun og aðkomu að rekstri safna í sveitarfélaginu,“ segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Megin áhersla er lögð á að efla og styrkja þau tólf söfn sem eru að mestu eða öllu leyti rekin af Akureyrarbæ. Minni áhersla verður þá lögð á yfirtöku sýninga á svæðinu og stofnun nýrra safna en sérstakar verklagsreglur um slíkt fylgja stefnunni.

Með stefnunni er einnig lagt mikið upp úr aðgengi allra að söfnunum og því þarf starfsemi þeirra að ná til fjölbreytts hóps. Í því samhengi verður sérstaklega hugað að því að fólk sem býr við fatlanir eða hömlur, hefur ekki íslensku að móðurmáli og börn hafi greiðan aðgang að safnkosti bæjarins.

Hér má sjá safnastefnuna

Hér má sjá aðgerðaráætlunina

UMMÆLI

Sambíó