Gæludýr.is

Akureyrarbær og Jafnréttisstofa funda í hádeginu í dag um launajafnréttismál

aaaaa-konur
Í dag, 24. október, er 41 ár frá því konur um allt land fylktu liði og yfirgáfu heimili og vinnustaði til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna. Baráttumál kvenna voru margvísleg og snerust m.a. um launajafnrétti. Nú árið 2016 hefur sem betur fer margt færst í rétta átt en samt sem áður sýna nýjustu launakannanir á vinnumarkaði að enn ber mikið í milli í launum kynjanna. Af því tilefni hafa Akureyrarbær og Jafnréttisstofa boðað til fundar í hádeginu í dag þar sem flutt verða erindi um launajafnrétti.

Hjá Akureyrarbæ hefur um árabil verið unnið markvisst að því að jafna laun kynjanna. Launakannanir hafa verið gerðar reglulega og sú nýjasta, sem er frá árinu 2013, leiddi í ljós að munur á heildarlaunum karla og kvenna var þá 3,9% körlum í hag en 1,5% þeim í hag þegar aðeins var litið til dagvinnulauna. Í kjölfarið var settur á laggirnar vinnuhópur sem lagði fram ákveðnar tillögur til úrbóta. Eftir þeim hefur verið unnið og ný könnun er fyrirhuguð snemma á næsta ári.

Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru konur á Íslandi að meðaltali með 28,7% lægri tekjur en karlar og hafa samkvæmt því lokið vinnudegi sínum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur. Konur um land allt ætla því að ganga út af vinnustöðum kl. 14.38 í dag en þá er miðað við vinnutímann 9-17.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó