Akureyrarkirkja sækir um fjárstyrk til að greiða fyrir 13 milljón króna viðgerðir

Skemmdarverkin sem unnin voru á kirkjunni í janúar.

Í byrjun ársins fór skemmdarvargur hamförum á Akureyri og spreyjaði hatursfullum skilaboðum á fjórar kirkjur, þ.á.m. Akureyrarkirkju. Eftir að skemmdarverkin voru unnin var strax farið í það að hreinsa veggi kirknanna og tókst að fjarlægja málningu að mestu leyti af þremur þeirra, en ekki af Akureyrarkirkju. Nú þegar hafa eftirlitsmyndavélar verið settar upp við kirkjuna eftir verknaðinn.
Formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, Ólafur Rúnar Ólafsson, áætlaði að kostnaður viðgerðarinnar kæmi til með að hlaupa á hundruðum þúsunda en það var staðfest í haust að viðgerðin komi til með að kosta í kringum 13 milljónir króna.

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju sótti snemma árs um fjárstyrk til Jöfnunarsjóðs kirkjunnar og húsfriðunarsjóðs Minjastofnunar Íslands vegna skemmdanna en nú eru umsóknirnar í ferli.
Kirkjan nær ekki ein og sér að standa straum af kostnaðinum sem felst í viðgerðunum og því þarf hún aðstoð. Sóknarnefnd er þó bjartsýn og vonast til þess að framkvæmdir um nýja klæðningu hefjist næsta vor ef fjárstyrkirnir ganga í gegn.

 

Sambíó

UMMÆLI