Akureyri fær nú eingöngu rafmagn frá Kröflulínu – Bilun í Laxárlínu

Akureyri fær nú eingöngu rafmagn frá Kröflulínu – Bilun í Laxárlínu

Bilun er í Laxárlínu 1, sem tengir Rangárvelli við Akureyri við Laxá og er því rafmagn aðeins að berast til Akureyrar frá Kröfluvirkjun þessa stundina.

Þá er rafmagnslaust á Sauðárkróki og sunnanverðum Vestfjörðum.

Húsavík fær rafmagn frá Bakka en Húsavíkurlína 1 er einnig biluð. Þá er Kópaskerslína tjónuð og ekki verður farið í viðgerð fyrr en veður gengur niður. Raufarhöfn keyrir því á varaafli og verið er að setja upp varaafl á Kópaskeri og Þórshöfn.

UMMÆLI