Akureyri sigraði FH

Akureyri sigraði FH

Akureyri fengu FH í heimsókn í Höllina í dag og sigruðu þá í dramatískum leik 27-26.

Ihor Kopyshynskyi og Hafþór Vignisson skoruðu báðir 5 mörk fyrir heimamenn í leiknum en aðrir minna. Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson með 11 mörk þar af 7 úr vítaköstum næstur á eftir Einari var Bjarni Ófeigur Valdimarsson með 5 mörk.

Næsti leikur Akureyrar verður á sunnudaginn eftir viku, 2. desember, þegar liðið heimsækir ÍR heim.

KA tekur svo á móti Val á morgun, mánudag, klukkan 18:30 í KA heimilinu.

Sambíó

UMMÆLI