Akureyri sigraði ÍBV U

Arnþór Gylfi í leiknum í gær. Mynd akureyri-hand.is


Akureyri Handboltafélag er komið í efsta sæti Grill 66-deildarinnar eftir öruggan ellefu marka sigur á ÍBV U í Íþróttahöllinni í kvöld. KA getur endurheimt toppsætið í dag þegar liðið fær Míluna í heimsókn kl: 15:45.

Akureyringar mættu virkilega ákveðnir til leiks og voru greinilega staðráðnir í að byrja nýtt ár með stæl. Akureyrarliðið hafði töluverða yfirburði frá upphafi til enda og leiddi með níu mörkum í leikhléi, 18-9.

Í síðari hálfleik voru sömu yfirburðirnir og hélt Akureyrarliðið áfram að auka við forystuna. Fór að lokum svo að Akureyri vann ellefu marka sigur, 34-23.

Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Már Vignisson 8, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Garðar Már Jónsson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Arnþór Gylfi Finnsson 4, Jóhann Geir Sævarsson 3, Karolis Stropus 3, Patrekur Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 1.

Markaskorarar ÍBV U: Bergvin Haraldsson 10, Daníel Örn Griffin 5, Ágúst Emil Grétarsson 3, Friðrik Hólm Jónsson 2, Logi Snædal Jónsson 1, Páll Eydal Ívarsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1.

Staðan í deildinni:

UMMÆLI

Sambíó