Vinna og vélar

Akureyri tapaði fyrir Selfossi

Akureyri tapaði fyrir Selfossi

Selfoss komu norður og sóttu Akureyringa heim í Íþróttahöllinni í kvöld. Leiknum lauk með sigri Selfyssinga 36-30.

Selfoss er því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Olís deild karla, en Akureyri hefur enn ekki náð í stig.

Sel­fyss­ing­ar voru fjór­um mörk­um yfir í hálfleik, 18:14, og leyfðu heima­mönn­um aldrei að ógna for­skoti sínu að ráði eft­ir hlé. Atli Ævar Ing­ólfs­son, Elv­ar Örn Jóns­son og Hauk­ur Þrast­ar­son skoruðu all­ir sex mörk fyr­ir Sel­foss en Friðrik Svavars­son skoraði átta fyr­ir Ak­ur­eyri.

Mörk Ak­ur­eyr­ar: Friðrik Svavars­son 8, Hafþór Már Vign­is­son 7, Garðar Már Jóns­son 4, Pat­rek­ur Stef­áns­son 3, Brynj­ar Hólm Grét­ars­son 3, Ihor Kopys­hyn­skyi 2, Gunn­ar Valdi­mar Johnsen 2 Arnþór Gylfi Finns­son 1.

Mörk Sel­foss: Atli Ævar Ing­ólfs­son 6, Elv­ar Örn Jóns­son 6, Hauk­ur Þrast­ar­son 6, Her­geir Gríms­son 4, Árni Steinn Steinþórs­son 4, Ein­ar Sverris­son 4, Guðni Ingvars­son 2, Rich­ard Sæþór Sig­urðsson 2, Al­ex­and­er Már Egan 2.

Sambíó

UMMÆLI