NTC netdagar

Akureyri þakið snjó og jólaljósum – MyndirMynd: Linda Ólafsdóttir / Facebook:Allt sem ég sé

Akureyri þakið snjó og jólaljósum – Myndir

Það hefur eflaust ekki farið framhjá Akureyringum að snjónum kyngdi niður í gærkvöldi og nótt. Þungfært er um bæinn þó verið sé að moka í óðaönn. Það er skemmtilegt að fylgjast með samfélagsmiðlum og þeim myndum sem fólk deilir þegar jólasnjórinn mætir en ekki voru allir á eitt sáttir með þessa snjókomu. Eignaver fasteignasala deildi mynd í morgun af litlum félaga sem virðist ekki mjög sáttur með þessa viðbót.

Mynd: Facebook síða Eignavers Fasteignasölu.

Linda Ólafsdóttir, Akureyringur og áhugaljósmyndari, heldur úti facebook-síðunni Allt sem ég sé, þar sem hún deilir glæsilegum myndum af Akureyri meðal annars. Linda fór á stjá snemma í morgun og birti myndasyrpu af bænum þöktum snjó og jólaljósum sem hefur verið deilt víða. Myndirnar tala sínu máli.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó