Akureyri U sigraði KA U

Akureyri U og KA U áttust við í Íþróttahöllinni fyrr í kvöld en liðin leika bæði í 2. deild karla. Akureyri U berst í efri hluta deildarinnar á meðan að KA U er í neðri hlutanum.

Eins og oft í nágrannaslögum skipta stöður liðanna í deildinni litlu sem engu máli og það var staðreyndin í kvöld, en úr varð hörkuleikur.

Staðan eftir fyrri hálfleikinn var 12-11 fyrir Akureyri U. Mikið jafnræði var með liðunum stærstan part leiksins en Akureyri U sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum 26-24 sigur.

Sigmar Pálsson átti stórleik í liði Akureyrar U og skoraði 9 mörk. Í liði KA U var Dagur Gautason markahæstur með 7 mörk og Sigþór Gunnar Jónsson skoraði 6.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó