KIA

Akureyri úr leik í bikarnum

Brynjar átti góðan leik í kvöld

Akureyri Handboltafélag er úr leik í Coca Cola bikar karla eftir grátlegt tap gegn Olísdeildarliði Gróttu fyrr í kvöld. Gróttu menn leiddu í hálfleik með tveggja marka mun, 14:12.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en að lokum höfðu Gróttumenn betur, lokastaðan 29:28 fyrir Gróttu. Brynjar Grétarsson var frábær í liði Akureyrar og skoraði níu mörk. Patrekur Stefánsson átti einnig flottan leik og skoraði átta mörk. Í liði gestanna var Júlíus Stefánsson markahæstur með 6 mörk.

Akureyri leikur ekki næst fyrr en 26. janúar á nýju ári þegar þeir taka á móti ÍBV U. Akureyri eru í harðri baráttu við nágranna sína í KA um toppsæti Grill 66 deildar en einungis munar stigi á liðunum sem eru í tveim efstu sætunum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó