NTC netdagar

Akureyringar komnir með 5 milljónir áhorfa – myndband

Akureyringar komnir með 5 milljónir áhorfa – myndband

Myndband af akureyringunum Stefáni Þór Friðrikssyni og Elvari Erni Axelssyni hefur gengið sem eldur í sinu á netinu síðustu daga. Facebook síðan People are awesome, sem hefur þrettán milljónir læka, deildi myndbandinu af þeim félögum á dögunum. Í myndbandinu eru þeir staddir á Akureyri að sýna kúnstir sínar þegar þeir stökkva fram af palli og lenda á risastórri loftdýnu, en þeir stunda báðir parkour hér á landi.

Myndbandið hefur nú fengið tæplega 5 milljónir áhorfa og má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI