Akureyringar og Dalvíkingar hafa meiri trú á sakleysi Samherja en aðrir

Akureyringar og Dalvíkingar hafa meiri trú á sakleysi Samherja en aðrir

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar MMR sem gerð var fyrir Stundina trúa 92 prósent landsmanna því að Samherji hafi greitt mútur í Namibíu til að komast yfir kvóta. Ef einungis horft er til Akureyrar og Dalvíkur lækkar prósentutalan niður í 72 prósent.

Frá þessu er greint á vef Stundarinnar í dag en þar segir að þetta sé ein af niðurstöðum viðhorfskönnunar sem framkvæmd var af MMR fyrir Stundina í janúar.

1127 manns tóku þátt, þar af 908 búsettir utan Akureyrar og Dalvíkur.

„Niðustöðurnar leiða fram marktækan mun á viðhorfum fólks á helsta athafnasvæði Samherja, annars vegar, og landinu öllu, hins vegar,“ segir á vef Stundarinnar en umfjöllunina í heild sinni má lesa með því að smella hér.

UMMÆLI