Aldrei fleiri brautskráðir úr HA í febrúar

Aldrei fleiri brautskráðir úr HA í febrúar

Samtals brautskráðust 64 kandídatar frá þremur fræðasviðum Háskólans á Akureyri í gær. Stærsta brautskráning frá Háskólanum á Akureyri – Háskólahátíð – fer fram í júní á ári hverju en þess utan stendur stúdentum til boða að brautskrást í febrúar og október.

Aldrei hafa jafnmargir brautskráðst á þessum tíma frá skólanum.

„Aukninguna má rekja til Covid-19 faraldursins. Á meðan sumir stúdentar ákváðu að gefa sér lengri tíma í ritgerðarvinnuna og seinka þannig brautskráningu voru aðrir sem sem nýttu tímann og tóku aftur upp þráðinn með lokaverkefnin sín og gátu þannig brautskrást frá háskólanum,” segir Bára Sif Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Nemendaskrár.

64 kandídatar brautskráðust 15. febrúar 2021:

 • 1 úr kennarafræði, B.Ed. 
 • 4 úr menntunarfræði, M.Ed.
 • 2 úr menntunarfræði, viðbótardiplóma
 • 1 úr menntavísindum, MS
 • 4 úr menntavísindum, viðbótardiplóma
 • 2 úr kennarafræðum, MT
 • 2 úr nútímafræði, BA
 • 1 úr sálfræði, BA
 • 1 úr lögfræði, ML
 • 1 úr félagsvísindum, BA
 • 1 úr lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn, grunndiplóma
 • 1 úr lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn, grunndiplóma
 • 2 úr lögreglu- og löggæslufræði, BA
 • 1 úr rannsóknartengdu meistaranámi í félagsvísindum, MA
 • 14 úr viðskiptafræði, BS
 • 1 úr viðskiptafræði, MS
 • 1 úr líftækni, BS
 • 1 úr sjávarútvegsfræði, BS 
 • 1 úr auðlindafræði, MS
 • 1 úr Haf- og strandveiðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða
 • 2 úr hjúkrunarfræði, BS
 • 3 úr heilbrigðisvísindinum, MS
 • 16 úr heilbrigðisvísindum, viðbótardiplóma

Kandídatar fá prófskírteini sín send á lögheimili sitt á næstu dögum.

UMMÆLI