Allt sem þú þarft að vita áður en þú mætir á kjörstað

a-a-alt
Nú fer óðum að styttast í Alþingiskosningar. Barátta flokkanna herðist með hverjum deginum og nú fer hver að verða síðastur að ákveða sig hvað hann ætlar sér að kjósa á laugardaginn. 
Kaffið.is gerði heiðarlega tilraun um daginn til þess að útskýra kosningakerfi landsins á mannamáli og vonum við að það hafi orðið til þess að flestir skilji kerfið betur.
Þá útskýringur getur skoðað það hér.

Núna langar okkur hins vegar að fara yfir hvað má og hvað ekki þegar komið er í kjörklefann sjálfan. Margir eru að ganga til kosninga í fyrsta skiptið og halda e.t.v. að þetta sé allt voðalega einfalt og þægilegt en það er nú ekki alveg svo.  Strangar reglur gilda um hvað má gera í kjörklefanum og hvað gerir kjörseðlana okkar ógilda.

Mætt á kjörstað
Þegar við mætum á kjörstað þurfum við að taka með okkur gild skilríki og eftir að við höfum gefið okkur fram er okkur vísað á kjörklefann. Atkvæðið sjálft er svo greitt með því að að gera kross fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem þú vilt kjósa. Hver og einn flokkur hefur sinn bókstaf og hér má sjá lista yfir þá flokka sem bjóða fram í komandi kosningum og listabókstafi þeirra.

Að breyta uppröðun
Ef við viljum getum við svo reynt að hafa áhrif á uppröðun þess lista sem við kjósum. Það er gert með því að að setja tölustafinn 1 fyrir framan þann aðila sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar á listanum og svo framvegis.

Ógild atkvæði
Ef minnstu mistök eru gerð við framkvæmdina sjálfa telst atkvæðið ógilst og margt ber að varast. Hér má sjá lista yfir það sem veldur því að atkvæðið er talið ógilt.

– Ef ekkert er valið og kjörseðill er auður.
– Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt.
– Ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru.

– Ef merkt er við fleiri listabókstafi en einn.
– Ef endurraðað er á fleiri en einum lista.
– Ef fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli.
– Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan.
– Ef þú setur eithvað annað en kjörseðil í umslag með utankjörfundarseðli.
– Ef kjörseðill er ekki sá sami og sá sem kjörstjórn hefur úthlutað.

Ef þér verður á í messunni og klúðrar seðlinum átt þú rétt á því að fá nýjan seðil gegn því að þú afhendir þann gamla. Að lokum viljum við hvetja alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó