Almennri móttöku á heilsugæslunni lokað tímabundið

Almennri móttöku á heilsugæslunni lokað tímabundið

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun Heilbrigðisstofun Norðurlands tímabundið loka almennri móttöku og vaktmóttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN í dag.
Læknir eða hjúkrunarfræðingur geta bókað tíma ef það er talið nauðsynlegt eftir símasamband við skjólstæðing. Fólki er því bent á að hafa fyrst samband í síma við heilsugæsluna. Þetta er gert til að draga úr smitthættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.

Stofnunin mun efla fjarþjónustu á öllum starfsstöðvunum og hefur samband við alla þá sem eiga pantaðan tíma og reyna að leysa erindið símleiðis.

Fólk í neyð sem leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt en annars er bent á að hringja í 112.

Ungbarnavernd, mæðravernd og  heilsuvernd skólabarna verður áfram en þar má einnig búast við breytingum og verður það þá tilkynnt. Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 432-4600. Símsvörun er allan daginn frá kl. 8-18 og um helgar kl. 10-14. Í einhverjum tilvikum er viðkomandi stefnt í skoðun eftir það.

Nýjustu leiðbeiningar um starfsemi og símanúmer á hverjum stað eru á heimasíðu HSN.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó