Alvarlegt umferðarslys við Blönduós


Alvarlegt umferðarslys varð um kl.13.00 í dag skammt sunnan við Blönduós. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þar voru tvær bifreiðar sem komu úr gangstæðum áttum og rákust saman. Þá voru þrír sem slösuðust og voru fluttir með þyrlu landhelgisgæslunnar. Búið er að opna þjóðveg 1 sem var lokað í dag í á aðra klukkustund vegna slyssins. Málið er í rannsókn  hjá lögreglunni en ekki hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

UMMÆLI

Sambíó