Amarostjarnan framvegis í umsjón Akureyrarbæjar

 Jólastjörna Amaro glatt hefur bæjarbúa á aðventunni frá því um miðja síðustu öld

Jólastjörna Amaro hefur glatt bæjarbúa á aðventunni frá því um miðja síðustu öld.

Ákveðið hefur verið að umsjón með jólastjörnu Amaro, sem glatt hefur bæjarbúa á aðventunni frá því um miðja síðustu öld, verði framvegis á vegum Akureyrarbæjar.

Kristján Skarphéðinsson setti sig í samband við bæjarfulltrúa vegna málsins og ritaði í framhaldinu bréf til bæjarstjóra 1. nóvember sl. þar sem hann óskaði eftir að Akureyrarbær tæki við því verkefni að koma stjörnunni upp í byrjun aðventu og skipta um ljósaperur eftir þörfum.

Í bréfinu frá Kristjáni segir meðal annars: „Faðir minn lét smíða þessa jólastjörnu 1955 og hefur hún síðan verið tákn um komu jólanna, og mörgum finnst ekki jólin komin fyrr en ljósin hafa verið tendruð í byrjun aðventunnar.“

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri svaraði bréfi Kristjáns 6. nóvember með þeim orðum að bæjarfulltrúar hefðu fallist á að taka þetta verkefni til bæjarins og að bæjartæknifræðingi hafi verið falið að vera í sambandi við Kristján.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó