Anna Rakel semur við LinköpingsMynd: ka.is

Anna Rakel semur við Linköpings

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Þórs/KA, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við sænska stórliðið Linköpings FC.

Linköpings FC varð sænskur meistari 2016 og 2017, og hefur undanfarin fimm ár komist í bikarúrslitaleikinn þar í landi. Auk þess hefur liðið þrívegis komist í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á undanförnum árum.

Anna hefur leikið 4 A-landsliðsleiki auk 24 landsleikja fyrir unglingalandslið Íslands.

Anna var valin íþróttamaður KA á síðsta ári og heldur til Svíþjóðar strax eftir áramót.

„Ég held að þetta sé rétt skref fyrir mig til þess að bæta mig sem leikmaður og ég er spennt fyrir nýju liði og nýrri deild,“ sagði hún í spjalli við thorsport.is.


UMMÆLI

Sambíó