Anthony Powell í Þór

Anthony Powell í Þórs treyjunni

Bandaríski framherjinn Anthony Powell hefur samið við Þór um að leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar. Anthony sem er 21 árs gamall er mjög hraður, líkamlega sterkur og vinnusamur framherji.

Powell, sem hefur verið á reynslu hjá Þórsurum síðan í byrjum mánaðar, hefur náð að heilla á tíma sínum á Akureyri og skoraði hann meðal annars í æfingaleik gegn Völsungi um síðustu helgi.

Powell verður því 4. leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þórsara í vetur en áður höfðu þeir fengið þá Admir Kubat, Alvaro Montejo og Bjarka Þór Viðarsson.

Í yfirlýsingu Þórs segir að Anthony muni halda út á næstu dögum en sé svo væntanlegur aftur til Akureyrar 1. mars.

UMMÆLI

Sambíó