beint flug til Færeyja

Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm á gamlárskvöld

Mynd: Akureyri.is

Mynd: Akureyri.is

Nýja árinu verður heilsað og það gamla kvatt á gamlárskvöld með brennum og flugeldasýningum á Akureyri, í Hrísey og Grímsey.

Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka og Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sem standa fyrir þessari dagskrá í samstarfi við Súlur björgunarsveitina á Akureyri.

Að venju má búast við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og  flugeldanna.

Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17.00 í námunni fyrir austan Stekkjanef. Boðið verður upp sætaferðir frá Hríseyjarbúðinni í traktorskerru kl. 16.45.

Í Grímsey verður kveikt í brennunni kl. 20.00 við norðurendann á Sandvíkurtjörn og boðið er upp á flugeldasýningu á eftir. Það er björgunarsveitin Sæþór og Kiwanisklúbburinn Grímur sem bjóða upp á flugeldasýninguna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó