fbpx

Árekstur á Glerárgötu

Árekstur á Glerárgötu

Nokkuð harður árekstur varð nú rúmlega 10 í morgun, við gatnamót Glerárgötu og Hörgárbrautar.

Tveir bílar lentu saman en slys á fólki urðu engin samkvæmt Lögreglunni á Akureyri, mikil hálka var á svæðinu.

Draga þurfti báða bílana af vettvangi, en þeir voru óökufærir eftir áreksturinn.

UMMÆLI