Gæludýr.is

Ari og Sigurlaug í Nesi hlutu landbúnaðarverðlaun

Ari Laxdal og Sigurlaug Sigurðardóttir með landbúnaðarverðlaunin. Myndin var tekin á athöfninni í morgun. Mynd: grenivik.is

Góðbændurnir Ari og Sigurlaug á Nesi í Grýtubakkahreppi hlutu landbúnaðarverðlaun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag. Það var Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afhenti þeim verðlaunin og einnig þeim Trausta Kristjánssyni og Ingibjörgu Aadnegard á Hofdalabúinu á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Tilgangurinn með verðlaununum er að vekja  athygli á og verðlauna þá sem stunda íslenskan landbúnað af metnaði og framsýni.

Verðlaunin hafa verið veitt í 20 ár og alltaf við setningu Búnaðarþings.

Bæði Kúabúið á Nesi og blandaði búreksturinn (mjólk, nautgripaeldi, sauðfé og hross) á syðri-Hofdölum hafa verið í fremstu röðum í héraði hvað afurðir varðar og reyndar þó litið sé til landsins alls.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó