Árlega þrettándagleðin 6.janúar


Hin árlega Þrettándagleði Þórs og Akureyrarstofu verður haldin laugardaginn 6. janúar á planinu við Hamar og hefjast hátíðarhöldin klukkan 18:00. Jólasveinar mun láta sjá sig og kveðja jólin. Álfakóngur mætir á einnig með drottningu sinni og flytur ávarp, tröll, púkar og alls kyns kynjaverur verði á einnig staðnum.

Klukkan 17:50 veðrur lagt af stað frá Glerárskóla og gengið að Hamri þar sem eldar munu loga í kerjum og hátíðarhöldin hefjast. Fólki er bent á að nota bílastæði við Glerárskóla og verslunarmiðstöðina í Sunnuhlíð þar sem engin bílastæði verða til staðar á planinu við Hamar vegna skemmtuninnar.

Kveðjum jólin með stæl, gæðum okkur á kakó, kaffi og kleinum með vinum og vandamönnum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó