Arna Sif í Val

Arna Sif í Val

Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur aftur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Vals. Arna sem er 29 ára varnarmaður skrifar undir tveggja ára saming við Val en hún lék einnig með liðinu tímabilin 2016 og 2017. Arna hefur verið einn besti leikmaður Þór/KA og var til að mynda valin í lið ársins á síðasta tímabili þar sem hún spilaði alla leiki liðsins.

Hjá Val mun Arna Sif hitta fyrir tvo fyrrverandi liðsfélaga úr Þór/KA, þær Önnu Rakel Pétursdóttur og Lillý Rut Hlynsdóttir, en hjá félaginu leikur einnig Sandra Sigurðardóttir markvörður sem hóf meistaraflokksferilinn með Þór/KA/KS 2001.

„Stjórn Þórs/KA þakkar Örnu Sif fyrir hennar mikla og farsæla framlag til liðsins og óskar henni alls hins besta á nýjum vettvangi,“ segir á heimasíðu Þór/KA.

UMMÆLI

Sambíó