Arnór skoraði 5 í mögnuðum sigri Íslendinga á Svíum – myndband

Arnór skoraði 5 í mögnuðum sigri Íslendinga á Svíum – myndband

Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson sem hefur farið á kostum með Bergischer í þýsku B deildinni í handbolta í vetur byrjaði Evrópumótið í handbolta frábærlega í kvöld. Arnór skoraði 5 mörk í 6 tilraunum þegar Íslandingar unnu Svía 26-24, þetta er í fyrsta skipti sem Ísland vinnur Svíþjóð á stórmóti. Þá var Arnór einnig með 2 stolna bolta.

Þar af var eitt af mörkunum hans frá miðju vallarins í autt mark Svía eftir að hafa stolið boltanum laglega. Markið má sjá hér að neðan.

Næsti leikur Íslendinga á EM verður á sunnudaginn kl 19:30 gegn Króatíu.
Króatía vann afar sannfærandi sigur á Serbíu í fyrsta leik sínum sem einnig fór fram í kvöld 32-22.

Hinn Akureyringurinn í íslenska liðinu Arnór Atlason sat á bekknum og kom ekki við sögu í kvöld.

Sambíó

UMMÆLI