Aron Einar með risastórt skjaldarmerki á bakinu

Landsfyrirliðinn Aron Einar birti mynd á instagram-síðu sinni í dag þar sem hann frumsýnir nýjasta húðflúrið sitt. Eins og sést er húðflúrið af skjaldarmerki Íslands og teygir sig yfir allt bakið á honum. Það var tattúlistamaðurinn Gunnar V. sem teiknaði og flúraði tattúið og segir Aron þá búna að vinna í flúrinu í heilt ár.

Myndin hefur nú þegar fengið tæplega 1.800 like á þeim 45 mínútum sem liðnar eru síðan myndin var sett inn.

Myndin sem Aron Einar birti á instagraminu sínu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó