Aron Einar og félagar upp í annað sætið

Aron Einar og félagar eru í góðum málum

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City komust upp í annað sæti ensku B-deildarinnar í kvöld með 1-0 sigri á Barnsley.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og missti til að mynda af æfingaferð Íslands til Katar nú á dögunum. Hann var hins vegar mættur í byrjunarlið Cardiff City í kvöld og spilaði 74 mínútur í leiknum. Það var Callum Peterson sem skoraði sigurmark Cardiff á 83. mínútu.

Cardiff er eftir sigurinn í 2.sæti deildarinnar með 37 stig eftir 18 umferðir, einu stigi á eftir toppliði Wolves sem á þó leik til góða.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó