NTC netdagar

Aron Einar skoraði fyrir Al-Arabi

Aron Einar skoraði fyrir Al-Arabi

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir Al-Arabi þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Duhail SC í úrvalsdeildinní í Katar.

Aron jafnaði í 1-1 á 40. mínútu leiksins með glæsilegu skoti. Áður hafði Youssef Msakni skorað fyrir Duhail.

Leikurinn er aðeins annar leikur liðsins í deildinni en sá fyrri vannst og er liðið því komið með 4 stig eftir tvær umferðir.

Markið má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó