NTC netdagar

Aron spilaði allan leikinn í sigri Cardiff – Fær mikið lof frá stuðningsmönnum

Aron spilaði allan leikinn í sigri Cardiff – Fær mikið lof frá stuðningsmönnum

Aron Einar og félagar í Cardiff mættu Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Aron var í byrjunarliði Cardiff í leiknum sem vann leikinn 2-1 eftir að hafa skorað sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir langt innkast frá Aroni.

Brighton fengu rautt spjald í fyrri hálfleik og voru því einum færri það sem eftir var leiks.

Aron fær mikið lof fyrir leik sinn á Twitter og margir sem velja hann mann leiksins í dag.

Sigurinn hjá Cardiff í dag var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu en liðið komst úr fallsæti og hefur 8 stig eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni.

Mörk og helstu atvik leiksins:

0-1 Lewis Dunk (‘6)
1-1 Callum Paterson (’28)
2-1 Sol Bamba (’90)
Rautt spjald: Dale Stephens, Brighton (’34)

Viðbrögðin á Twitter:

Sambíó

UMMÆLI