Ástin verður í Hofi um helgina

leikrit_elska_mak-_230x325px2314

Elska, ástarsögur Norðlendinga


,,Ástarsögur dynja á okkur – endalaust; ýmist óendurgoldnar ástir eða skammlífar. Flestar eiga þær það sameiginlegt að enda ekki vel. En hvað með sögurnar sem enda vel, eða ganga vel? Hvernig eru þær sögur og hvar er þær að finna?“

Næstkomandi föstudag verður leikritið: Elska frumsýnt í Hofi. Í verkinu eru aðeins tveir leikarar, þau Jóhann Axel Ingólfsson og Jenný Lára Arnórsdóttir. Kaffið heyrði í Jóhanni Axel og bað hann um að segja okkur aðeins frá verkinu og hverju áhorfendur mega búast við af því.

Jenný og Jóhann á æfingu fyrir sýninguna.

Jenný og Jóhann á æfingu fyrir sýninguna.

Verkið er unnið upp úr ástarsögum Norðlendinga en þau tóku sumsé viðtöl við pör á öllum aldri, ungum sem öldnum , og fengu þau til að deila sinni reynslu af sambandinu þeirra. Þá voru þetta ýmist pör sem hafa verið saman í heil 50 ár eða alveg niður í nýbökuð pör sem hafa ekki verið saman nema í 4-5 mánuði.

,,Við vorum að spurja þau út í hitt og þetta, meðal annars hvað væri mikilvægast til að viðhalda góðu sambandi, hvernig þau tækjust á við erfiðleika og hindranir sem verða á vegi þeirra í sambandinu og allt þar fram eftir götum“ segir Jóhann Axel um viðmælendurnar sem eru uppsprettan að handritinu.

Jóhann Axel segir að hópurinn hafi einnig unnið með sína eigin reynslu úr samböndum en þau eru öll sem eitt annað hvort gift eða trúlofuð.
,,Við unnum textann meira og minna orðrétt upp úr viðtölunum“, segir Jóhann Axel. Hann segir þetta vera fallega og hlýja sýningu sem sýnir ástina í þeim fjölbreyttu myndum sem hún birtist. Að sjálfsögðu er dass af húmor í sýningunni líka og tónlist notuð til að fylla sögurnar enn meira lífi, en Jóhann Axel semur einnig tónlistina fyrir verkið.

Sýningin er í leikstjórn Agnesar Wild og Eva Björg Harðardóttir sér um búninga og leikmynd. Kaffið mælir eindregið með þessari sýningu enda mjög hæfileikaríkt fólk sem á bakvið hana stendur. Sýningar verða næstkomandi föstudag og laugardag kl.20 í menningarhúsinu Hofi.
Miða er hægt að nálgast inn á www.mak.is. Smelltu hér til að fara beint inn á heimasíðu MAK.

Fámennt en góðmennt. Flottur leikhópur að hefja æfingar.

Fámennt en góðmennt. Flottur leikhópur að hefja æfingar.

Sambíó

UMMÆLI