Ásynjur með öruggan sigur

Sarah Smiley skoraði 2 mörk fyrir Ásynjur

Í gærkvöldi áttust við Ásynjur og Ynjur í síðasta leik liðanna fyrir jól. Fyrsta mark leiksins kom strax á annari mínútu en þar var á ferð Sarah Smiley, 1:0 fyrir Ásynjum. Saga Margrét Blöndal jafnaði hins vegar leikinn fyrir Ynjur þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrstu lotu með frábæru marki. Stuttu síðar kom Jónína Guðbjartsdóttir Ásynjum aftur yfir og staðan eftir fyrstu lotu því 2:1 fyrir Ásynjum.

Strax í upphafi annarar lotu var Sarah aftur á ferðinni og skoraði þriðja mark Ásynja. Silvía Rán Björgvinsdóttir minnkaði svo aftur muninn fyrir Ynjur í 3;2. Arndís Eggerz jók forskot Ásynja svo aftur í 2 mörk en undir blálok lotunnar skoraði Saga aftur fyrir Ynjur og staðan eftir 2. lotu 4:3 fyrir Ynjum

Í 3. lotunni innsiglaði svo Arndís sigur Ásynja með 5. markinu. Ásynjur voru sterkari aðilinn nánast frá upphafi til enda og eftir leik sagði Jussi Sipponen þjálfari Ynja að betra liðið hefði einfaldlega unnið leikinn.

Sambíó

UMMÆLI