Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Átak til að fjölga liðskiptaaðgerðum borið árangur – Úr 200 í 450 á ári

Átak til að fjölga liðskiptaaðgerðum borið árangur – Úr 200 í 450 á ári

Gripið var til sérstaks átaks til að stytta bið eftir liðskiptaaðgerðum á Sjúkrahúsinu á Akureyri sem hefur skilað töluverðum árangri. Frá árinu 2016 hefur Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands verið fólgið sérstakt fjármagn til að fjölga völdum aðgerðum og stytta biðlista. Á SAk hefur aðgerðum fjölgað úr 200 liðskiptaaðgerðum í 433 aðgerðir síðustu tvö ár. Í ár stefnir í að þær verði 450 talsins. Þetta kemur fram í frétt Rúv um málið.

Með samstilltu átaki starfsfólks hefur SAk tekist að vinna niður biðlista þannig að nú eru þau að uppfylla skilmerki landlæknis um biðtíma, sem eru þrír mánuðir. Á landsvísu bíða enn um þúsund manns eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm eða hné en öðrum sjúkrahúsum hefur ekki tekist að vinna eins vel á sínum biðlistum.

Eftirspurnin eykst sífellt

Jónas Logi Franklín, forstöðulæknir bæklunarskurðlækninga, segir eftirspurnina alltaf að aukast. Hann nefnir þar dæmi um að 74 hafi bæst við á biðlista hjá sjúkrahúsinu á Akranesi.  Þá séu langflestir sem bíða hjá Landspítalanum þar sem skortur á hjúkrunarfræðingum og fráflæðisvandi hindrar meiri afköst.

UMMÆLI