Prenthaus

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafinMynd: althingi.is

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumannsembættunum vegna alþingiskosninga 25. september er hafin. Öllum þeim sem skráðir eru á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er, óháð búsetu eða lögheimili. Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á Norðurlandi eystra fer fram á eftirfarandi stöðum:

Akureyri, Glerártorgi, við austurinngang – Virka daga kl. 10:00 – 18:30.
Um helgar er opið kl. 11:00 – 15:00.
Á kjördag er opið kl. 10:00 – 18:00.

Húsavík, Útgarði 1 – Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00.
Um helgar er opið kl. 10:00 – 13:00.
Á kjördag er opið frá kl. 10:00 – 12:00.

Siglufjörður, Gránugötu 6 – Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00.
Um helgar er opið kl. 10:00 -13:00.
Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00.

Þórshöfn, Fjarðarvegi 3 – Virka daga frá kl.10:00 til 14:00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélög:

  • Dalvíkurbyggð: Menningarhúsinu Bergi, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12:00 – 14:00.
  • Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, virka daga kl. 10:00 – 15:00.
  • Þingeyjarsveit: Kjarna, Laugum í Reykjadal, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 15:00 og fimmtudaga 10:00 – 12:00.
  • Skútustaðahreppur: Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 15:00 og fimmtudaga 10:00 – 12:00.
  • Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 6, virka daga kl. 12:00 – 15:00.
  • Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 16:00 og föstudaga kl. 9:00 – 12:00.
  • Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, kl. 10:00 – 15:00.
  • Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur og Karenar Halldórsdóttur, samkvæmt samkomulagi.

Nálgast má frekari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kosningavef dómsmálaráðuneytisins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó